Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búkolla varð eldinum að bráð
Fimmtudagur 26. júní 2008 kl. 16:26

Búkolla varð eldinum að bráð



Slökkvistarfi á vélaverkstæði ÍAV við Bolafót er lokið en það tók slökkvilið BS vel á fjórðu klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Um 30 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu en liðsauki barst frá slökkviliðinu í Sandgerði.

Stór malarflutningabíll, svokölluð Búkolla, var inni á verkstæðinu og eyðilagðist. Þá hefur talsvert tjón orðið á húsnæðinu en eldurinn náði að læsa sig í þakið. Með því að rífa þakið af húsinu tókst að komast að eldinum og koma í veg fyrir að hann bærist yfir í aðra hluta byggingarinnar. Ekki er vitað um eldsupptök.

Á ljósmyndavef VF hér á vefnum má sjá svipmyndir frá vettvangi.


Mynd/elg: Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í verkstæðinu.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024