Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við vonskuveðri  í kvöld
Fimmtudagur 21. janúar 2010 kl. 08:29

Búist við vonskuveðri í kvöld


Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun en búist er við vonskuveðri á sunnanverðu landinu í kvöld. Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn er svohljóðandi:
Vaxandi austan- og suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 undir kvöld og úrkomumeira, hvassast sunnantil og mjög hvassar vindhviður við fjöll. Snýst í sunnan 10-15 með skúrum í nótt, en hægari á morgun. Hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vaxandi suðaustlæg átt og rigning með köflum, 15-23 undir kvöld og bætir í úrkomu. Snýst í sunnan 5-10 með skúrum í nótt. Hiti 4 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Suðlæg átt, víða 5-10 m/s. Stöku skúrir eða slydduél vestanlands, annars rigning með köflum fram eftir degi. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Sunnan- og suðaustanátt, 8-15 m/s um landið sunnan- og vestanvert og rigning með köflum og hiti 2 til 7 stig, en en annars hægari, bjartviðri og hiti kringum frostmark.

Á mánudag:
Útlit fyrir sunnan og suðaustan hvassviðri með vætu, en úrkomulítið NA-lands. Fremur milt veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið NA-lands. Kólnar heldur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024