Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 14. febrúar 2006 kl. 09:02

Búist við stormi á suðuvesturdjúpi og víðar

Klukkan 06:00 í morgun var norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum en annars fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Él á Vestfjörðum en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Svalast var 3ja stiga frost í Bolungarvík, en hlýjast var á Seyðisfirði, 5 stiga hiti.

Búist er við stormi á Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.

Grunnt 988 mb lægðasvæði er S og SV af Íslandi en skammt N af Melrakkasléttu er 989 mb lægð sem hreyfist lítið. N af Scoresbysundi er 1028 mb hæðarhryggur. NA af Nýfundnalandi er víðáttumikil 960 mb lægð á ANA-leið.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 15-23 með snjókomu á Vestfjörðum síðdegis en annars austan og norðaustan 5-10. Skúrir sunnanlands en úrkomulítið norðaustantil. Norðaustan 15-23 vestantil á morgun og éljagangur en hægari austantil og úrkomulítið. Vægt frost á Vestfjörðum en hiti annars nálægt frostmarki í dag en frost 0 til 8 stig á morgun. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024