Búist við röskun á flugi vegna veðurs
Vegna aftakaveðurs sem Veðurstofa Íslands spáir í dag má búast við röskun á innanlands- og millilandaflugi í dag og í kvöld. Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum á www.isavia.is, www.kefairport.is eða vef síns flugfélags.
Einnig er rétt að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum um færð á vegum. Í veðri sem þessu er möguleiki á mjög slæmri færð um Reykjanesbrautina og jafnvel gæti leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur verið lokað.