Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við niðurstöðu í þessum mánuði
Þriðjudagur 6. apríl 2004 kl. 10:52

Búist við niðurstöðu í þessum mánuði

Niðurstaða vegna fjármögnunar Stálpípuverksmiðju í Helguvík mun liggja fyrir í þessum mánuði. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar segir að vinna við fjármögnun verksmiðjunnar sé á réttri leið. Fjármögnun verksmiðjunnar hefur tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Vinna við lóð fyrirtækisins gengur vel og verður hún tilbúin um næstu mánaðarmót.

Stálpípuverksmiðjan verður um 18 þúsund fermetrar þar sem framleidd verða 175 þúsund tonn af hágæða stálpípum á ári. Heildarkostnaður við byggingu verksmiðjunnar verður um 84 milljónir dala eða rúmir 6 milljarðar íslenskra króna. Á milli 200 til 240 starfsmenn munu starfa við verksmiðjuna.

Myndin: Frá upphafi framkvæmda við Stálpípuverksmiðju í Helguvík í lok mars í fyrra. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024