Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við að skipið náist af strandstað í nótt
Þriðjudagur 18. júní 2002 kl. 23:02

Búist við að skipið náist af strandstað í nótt

Ekki hefur verið unnt að draga Guðrúnu Gísladóttur KE á flot, en sem kunnugt er strandaði skipið á skeri í sundi við Nappstraumen við Lófóteyjar í Norður-Noregi í morgun.Ekki er búist við að unnt verði að draga togarann á flot fyrr en á næsta flóði í nótt. Einn dráttarbátur er á strandstað. Dráttarbáturinn er hins vegar of lítill til að geta dregið Guðrúnu á flot og er beðið eftir stærri dráttarbátum á strandstað.

Kafarar hafa kafað meðfram skrokki skipsins. Enn sem komið er hefur einungis fundist leki fremst í skipinu og talið er að skemmdirnar séu þar á um tíu metra kafla. Aflinn um borð er enn talinn vera í lagi, að því er fram kemur á norskum vefsíðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024