Búist 23 – 28 m/s á morgun
Þorrinn gengur í garð með látum og á morgun er búist við enn einum veðurhvellinum þegar vindur snýst í suðvestan 23 – 28 m/s með skúrum eða éljum. Veðrið mun ganga niður þegar líður á daginn.
Annars er reiknað með 13-18 m/s fram að hádegi og éljagangi við Faxaflóann. Snýst í sunnanátt eftir hádegi, hægari vind, 5 – 8 m/s með stöku éljum. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa seint í kvöld.
Suðaustan 18-23 og rigning eða slydda í nótt, en snýst í suðvestan 23-28 með skúrum eða éljum á morgun eins og áður segir. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig í dag, en hlánar í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Norðvestan stormur í fyrstu NA- og A-lands, annars mun hægari vestlæg átt. Víða él, en léttskýjað suðaustantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en víða léttskýjað austantil á landinu. Frost 3 til 10 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt og snjókoma eða él, en þurrt að mestu á S- og SV-landi. Talsvert frost.
Mynd: Svona lítur kort Veðurstofunnar út fyrir hádegið á morgun.
Annars er reiknað með 13-18 m/s fram að hádegi og éljagangi við Faxaflóann. Snýst í sunnanátt eftir hádegi, hægari vind, 5 – 8 m/s með stöku éljum. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa seint í kvöld.
Suðaustan 18-23 og rigning eða slydda í nótt, en snýst í suðvestan 23-28 með skúrum eða éljum á morgun eins og áður segir. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig í dag, en hlánar í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Norðvestan stormur í fyrstu NA- og A-lands, annars mun hægari vestlæg átt. Víða él, en léttskýjað suðaustantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en víða léttskýjað austantil á landinu. Frost 3 til 10 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt og snjókoma eða él, en þurrt að mestu á S- og SV-landi. Talsvert frost.
Mynd: Svona lítur kort Veðurstofunnar út fyrir hádegið á morgun.