Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að velja tíu lög sem keppa um Ljósalagið 2002
Föstudagur 9. ágúst 2002 kl. 08:29

Búið að velja tíu lög sem keppa um Ljósalagið 2002

Það voru hvorki fleiri né færri en 52 lög sem bárust í sönglakeppni fyrir Ljósanæturlagið sem haldin verður í Stapanum. Fulltrúar Ljósanæturnefndar og sýslumanns opnuðu umslögin sem innihéldu öll lögin kl. 15.00 í gær og tveimur klst. síðar hófst dómnefndin handa við að velja tíu bestu lögin til þátttöku í undankeppninni sem fram fer 16. ágúst í Stapanum eins og áður sagði.

Að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra fékk hann staðfestingu á því þegar verið var að fara yfir lögin að til samanburðar hefðu aðeins 15 lög hefðu borist í keppnina um Þjóðhátíðarlagið í Eyjum í ár og sýnir það greinilega hversu mikill tónlistarbær Reykjanesbær er og hversu mikinn áhuga landsmenn hafa á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024