Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að stika gönguleið að eldgosinu
Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Föstudagur 5. ágúst 2022 kl. 09:30

Búið að stika gönguleið að eldgosinu

Félagar Björgunarsveitarinnar Þorbjörn settu upp og stikuðu nýja gönguleið að gosinu í gærkvöldi en hún er um sjö kílómetrar. 
Í færslu Björgunarsveitarinnar á Facebook kemur fram að leiðin sé einföld en hún hefst við gönguleið A og má finna nýjar, stórar stikur með gráu endurskini á Stórhól og að eldgosinu. Stórhóll er á austanverðu Fagradalsfjalli, rétt vestur af Nátthagaskarði.
Björgunarsveitin minnir alla þá sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar að vanda hvar þeir leggja bílum. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024