Heklan
Heklan

Fréttir

Búið að stika gönguleið að eldgosinu
Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Föstudagur 5. ágúst 2022 kl. 09:30

Búið að stika gönguleið að eldgosinu

Félagar Björgunarsveitarinnar Þorbjörn settu upp og stikuðu nýja gönguleið að gosinu í gærkvöldi en hún er um sjö kílómetrar. 
Í færslu Björgunarsveitarinnar á Facebook kemur fram að leiðin sé einföld en hún hefst við gönguleið A og má finna nýjar, stórar stikur með gráu endurskini á Stórhól og að eldgosinu. Stórhóll er á austanverðu Fagradalsfjalli, rétt vestur af Nátthagaskarði.
Björgunarsveitin minnir alla þá sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar að vanda hvar þeir leggja bílum. 
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25