Búið að prjóna 1,45 km trefil í Grindavík
- sem á að ná til höfuðborgarsvæðisins
Við setningu Menningarviku í Grindavíku fyrir ári síðan hófst tilraun til þess að prjóna lengsta trefil í heimi. Við mælingu nú fyrir helgi kom í ljós að búið er að prjóna 1,45 kílómetra.
Segja má að það gangi því hægt en örugglega að prjóna trefilinn sem á að ná frá Grindavík og til höfuðborgarsvæðisins. Á myndinni er Lovísa Sveinsdóttir sem hefur prjónað allra mest í trefilinn eða 28,04 metra síðan í ágúst.
Áfram er stefnt að því að prjóna lengsta trefil í heimi.