Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að opna Keflavíkurflugvöll aftur eftir flugóhapp
Þotan utan brautar nú í kvöld. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Föstudagur 28. apríl 2017 kl. 20:58

Búið að opna Keflavíkurflugvöll aftur eftir flugóhapp

– Farþegaþota útaf braut með 143 manns um borð

Búið er að opna Keflavíkurflugvöll að nýju en hon­um var lokað seinni part­inn í dag í kjöl­far þess að farþegaflug­vél frá Pri­mera Air með 143 manns um borð hafnaði utan við flug­braut í lend­ingu á flug­vell­in­um. 
 
Farþegar vélarinnar voru flutt­ir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem flug­fé­lagið hef­ur boðið þeim upp á áfalla­hjálp. Þá hefur far­ang­ur­inn úr vél­inni einnig verið fluttur í flugstöðina.
 
Stefnt er að því að ná flugvélinni aftur inn á braut fyrir myrkur svo hægt sé að opna norður/suður flugbraut Keflavíkurflugvallar að nýju. Austur/vestur flugbraut Keflavíkurflugvallar hefur verið lokuð vegna framkvæmda við brautina. Hún var hins vegar opnuð síðdegis til að sinna flugi á meðan hin brautin er lokuð vegna óhappsins.

 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024