Búið að leggja NBA-parketið á A-salinn
Lokið hefur verið við að leggja parketið á A-sal íþróttarhússins við Sunnubraut. Málarar eru byrjaðir að mála veggi og glugga hússins þannig að allt líti nú sem best út. Þegar því lýkur munu menn ráðast í það að lakka gólfið og setja á það línur.Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan ágúst enda ekki seinna vænna eigi körfuboltamenn í Keflavík að ná að venjast nýju gólfi fyrir tímabilið. Mun bjartara er í húsinu eftir að græni dúkurinn hvarf og má búast við því að meira birti til þar inni þegar búið er að mála enda verður málað í ljósari lit en nú er á veggjunum.