Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að hleypa beljunum út?
Mánudagur 10. mars 2008 kl. 09:07

Búið að hleypa beljunum út?

Það hefur oft verið sagt að þegar veðrið batnar, þá verði ökumenn eins og beljur að vori. Veðrið um helgina var með besta móti og því ástæða til að spyrja hvort búið sé að hleypa beljunum út?

A.m.k. voru fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni síðdegis í gær. Þeir voru teknir á 115, 126, 134 og 120 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Næturvaktin var hins vegar tíðindalaus hjá lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024