Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að handsama ökuníðing
Fimmtudagur 30. nóvember 2006 kl. 13:27

Búið að handsama ökuníðing

Lögreglan í Keflavík hafði nú fyrir hadegi uppi á ökumanninum, sem er grunaður um að hafa stungið lögreglu af í nótt en hann mældist á yfir 200 km. hraða. Jafnframt er búið að hafa upp á BMW bifreiðinni sem hann ók.
Ökuníðingurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hélt áfram á ofsahraða. Lögreglan hóf eftirför en hætti henni skömmu síðar þar sem hún misstu sjónar af bifreiðinni.

 

Mynd: Komið var með bifreið ökuníðingsins á lögreglustöðina í Keflavík nú laust fyrir hádegi.

VF-mynd: hbb

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024