Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að girða af sprengjusvæði á Patterson
Mánudagur 4. apríl 2011 kl. 15:24

Búið að girða af sprengjusvæði á Patterson

Landhelgisgæslan er búin að girða af sprengjusvæðið á Pattersonvelli sem Víkurfréttir greindu frá fyrir helgi. Við gamla Pattersonflugvöllinn hefur verið grafið niður á hauga sem hafa að geyma mikið magn af skotfærum ýmiskonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víkurfréttir greindu frá því föstudaginn 1. apríl sl. að á Njarðvíkurheiði, þar sem Pattersonflugvöllurinn var á sínum tíma, væri búið að grafa upp hauga sem hefðu að geyma skothylki af ýmsum stærðum, allt frá riffilskotum og upp í stærðar fallbyssuskot. Svæðið var þá óafgirt og öllum opið, þó svo skilti gæfi til kynna að á svæðinu væru mögulega ósprungnar sprengjur og aðgangur bannaður.


Það var Landhelgisgæslunni til happs á föstudaginn að þá var 1. apríl og þeir sem lásu fréttina um sprengjuhaugana hafa talið að þarna væri á ferðinni enn eitt gabbið hjá Víkurfréttum. Fólk var því ekki að fjölmenna á Patterson til að skoða sprengjuhaugana. Nú er hins vegar búið að girða þá af þannig að enginn fari sér að voða.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við haugana sl. föstudag. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


Séð inn í einn ruslagáminn á svæðinu. Fullur af sprengjuhólkum og skotfærakössum.