Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að gera við hreyfilinn
Þriðjudagur 29. júlí 2008 kl. 11:24

Búið að gera við hreyfilinn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Búið er að gera við Boeing 757-flugvél Icelandair, sem var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á sunnudag vegna gangtruflana í hægri hreyfli vélarinnar. Málið er enn til skoðunar. Frá þessu er greint á mbl.is


Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var skipt um hreyfilinn og vélin var tekin í gagnið á nýjan leik í gær.


Guðjón segir á mbl.is að Icelandair rannsaki atvikið ofan í kjölinn, sem og Rannsóknarnefnd flugslysa og framleiðendur hreyfilsins, til að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.