Búið að finna Aron-björgunarskipið sem tók út af Skaftafelli
Búið er að finna Aron-björgunarskipið sem tók út af flutningaskipinu Skaftafelli 2. mars. Báturinn fannst í fjörunni við Selártanga sunnan við Grindavík í morgun. Björgunarsveitin í Grindavík er nú á leið á staðinn. Báturinn er sagður gjörónýtur. Bátinn tók út af þilfari Skaftafells í vonsku veðri um 8 sjómílur suður af Krýsuvíkurbergi á Reykjanesi að kvöldi þriðjudags. Bátar og Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar höfðu leitað bátsins án árangurs.
Aron björgunarskipið er 43 tonn að stærð og rúmlega 16 metra langt var staðsett á þilfari Skaftafellsins þar sem það var fest í gámafleti og sérstakar flutningsgrindur þegar brotsjórinn reið yfir, en þá var Skaftafell staðsett um 8 sjómílur suður af Krýsuvíkurbergi. Stormur var þegar óhappið gerðist og 10-12 metra ölduhæð.
Morgunblaðið greinir frá.
Aron björgunarskipið er 43 tonn að stærð og rúmlega 16 metra langt var staðsett á þilfari Skaftafellsins þar sem það var fest í gámafleti og sérstakar flutningsgrindur þegar brotsjórinn reið yfir, en þá var Skaftafell staðsett um 8 sjómílur suður af Krýsuvíkurbergi. Stormur var þegar óhappið gerðist og 10-12 metra ölduhæð.
Morgunblaðið greinir frá.