Búið að dæla úr Þjóðbjörgu og hún dregin til Sandgerðis
Þær fréttir voru að berast að menn á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein hafa lokið við að dæla sjó úr Þjóðbjörgu GK. Báturinn er kominn í tog en haldið verður með hann til Sandgerðis í dag.
Einn maður var um borð í bátnum sem hafði tekið inn á sig sjó. Ekkert amaði að skipverjanum en hann var kominn í björgunarflotgalla þegar hjálp barst um hálftíma eftir að hann sendi út neyðarkall á tíunda tímanum í morgun.
Mynd: Landhelgisgæzlan
Einn maður var um borð í bátnum sem hafði tekið inn á sig sjó. Ekkert amaði að skipverjanum en hann var kominn í björgunarflotgalla þegar hjálp barst um hálftíma eftir að hann sendi út neyðarkall á tíunda tímanum í morgun.
Mynd: Landhelgisgæzlan