Búbót fyrir félagsmenn
Mikil fjölgun hefur orðið í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum á síðustu dögum að sögn Hilmars Jónssonar, formanns félagsins. Hann telur meginástæðuna vera að apótekin á svæðinu hafa gefið eldri borgurum verulegan afslátt gegn framvísun félagskírteina.
„Þetta er góð búbót fyrir lélegan fjárhag margra félaga. Félagsmenn eru mjög ánægðir með þessa ákvörðun apótekanna, en afslátturinn er stundum yfir 100% á lyfjaverði en er misjafnt eftir lyfjum“, segir Hilmar.
„Þetta er góð búbót fyrir lélegan fjárhag margra félaga. Félagsmenn eru mjög ánægðir með þessa ákvörðun apótekanna, en afslátturinn er stundum yfir 100% á lyfjaverði en er misjafnt eftir lyfjum“, segir Hilmar.