Bubbi í Stapa í kvöld
Bubbi Morthens heldur tónleika í Stapa í kvöld. Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur standa að skemmtuninni sem hefst klukkan 21 í kvöld, strax eftir leiki kvennaliðanna.
Á Tónleikunum mun "Kóngurinn" flytja lög af nýútkominni plötu sinni í bland við margar af sínum ódauðlegu perlum.
Njarðvík leikur gegn KR í Ljónagryfjunni og Keflavík mætir ÍS í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Eru allir hvattir til að láta sjá sig og styðja afreksfólkið en víst er að enginn verður svikinn af tónleikum með Bubba. Miðaverð er kr. 1500.