Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bubbi í Stapa í kvöld
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 13:59

Bubbi í Stapa í kvöld

Bubbi Morthens heldur tónleika í Stapa í kvöld. Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur standa að skemmtuninni sem hefst klukkan 21 í kvöld, strax eftir leiki kvennaliðanna.

Á Tónleikunum mun "Kóngurinn" flytja lög af nýútkominni plötu sinni í bland við margar af sínum ódauðlegu perlum.

Njarðvík leikur gegn KR í Ljónagryfjunni og Keflavík mætir ÍS í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Eru allir hvattir til að láta sjá sig og styðja afreksfólkið en víst er að enginn verður svikinn af tónleikum með Bubba. Miðaverð er kr. 1500.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024