Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bubbatónleikar í Stapa þann 1. desember
Fimmtudagur 25. nóvember 2004 kl. 10:09

Bubbatónleikar í Stapa þann 1. desember

Körfuknattleiksdeildir UMFN og Keflavíkur munu standa saman að tónleikum með Bubba Morthens miðvikudaginn 1. desember næstkomandi kl. 21:00. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá deildunum.

Á tónleikunum mun Bubbi taka bæði lög af nýju plötunni sinni ásamt eldri lögum sem orðin eru sígild. Þeir sem áður hafa mætt á tónleika hjá Bubba vita að fáir eru betri „live“ en hann.

Miðaverð verður 1000 kr. í forsölu og 1500 kr. við innganginn.
Ágóði af tónleikunum skiptist milli deildanna og eru allir hvattir til þess að mæta, skemmta sér og styrkja körfuna um leið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024