Bubbatónleikar í Stapa þann 1. desember
Körfuknattleiksdeildir UMFN og Keflavíkur munu standa saman að tónleikum með Bubba Morthens miðvikudaginn 1. desember næstkomandi kl. 21:00. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá deildunum.
Á tónleikunum mun Bubbi taka bæði lög af nýju plötunni sinni ásamt eldri lögum sem orðin eru sígild. Þeir sem áður hafa mætt á tónleika hjá Bubba vita að fáir eru betri „live“ en hann.
Miðaverð verður 1000 kr. í forsölu og 1500 kr. við innganginn.
Ágóði af tónleikunum skiptist milli deildanna og eru allir hvattir til þess að mæta, skemmta sér og styrkja körfuna um leið.