BS kaupir froðu- og reykblásara
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur tekið í notkun nýjan reyk- og froðublásara. Blásarinn er tvívirkur þannig að notagildið er bæði reyklosun með yfirþrýstingi og uppbygging á léttfroðu.
Blásarinn er keyptur hjá Ólafi Gíslasyni & Co hf/Ltd, sænskur, af gerðinni SweFan, með 6,5 hestafla Hondu fjórgengis bensínvél. Afköst eru 31 þúsund rúmmetrar af lofti á mínútu.
Hann er auk þess hannaður til að byggja upp léttfroðu sem nýtist vel í slökkviliðstarfi m.a. til að froðufylla og þannig verja óbrunnin rými og slökkva minni elda. Blásarinn er sá fyrsti sinnar tegundar í slökkviliðum hér á landi.
Í gær, 22. febrúar, var blásarinn prófaður á plani slökkviliðsstöðvarinnar og vakti það óskipta athygli vegfarenda sem stoppuðu til að fá svör við spurningum sínum. Einn úr yngstu kynslóðinni stóðst ekki mátið og fór að vaða í froðunni, fannst efnið greinilega einkennilegt. Þá komu hárgreiðslumeistarar sem sögðu froðuna vera sjampólegt fyrirbæri.
Af vef BS
Blásarinn er keyptur hjá Ólafi Gíslasyni & Co hf/Ltd, sænskur, af gerðinni SweFan, með 6,5 hestafla Hondu fjórgengis bensínvél. Afköst eru 31 þúsund rúmmetrar af lofti á mínútu.
Hann er auk þess hannaður til að byggja upp léttfroðu sem nýtist vel í slökkviliðstarfi m.a. til að froðufylla og þannig verja óbrunnin rými og slökkva minni elda. Blásarinn er sá fyrsti sinnar tegundar í slökkviliðum hér á landi.
Í gær, 22. febrúar, var blásarinn prófaður á plani slökkviliðsstöðvarinnar og vakti það óskipta athygli vegfarenda sem stoppuðu til að fá svör við spurningum sínum. Einn úr yngstu kynslóðinni stóðst ekki mátið og fór að vaða í froðunni, fannst efnið greinilega einkennilegt. Þá komu hárgreiðslumeistarar sem sögðu froðuna vera sjampólegt fyrirbæri.
Af vef BS