BS horfir til aukinna verkefna þegar VL fer
Aukin verkefni, möguleg samstarfsverkefni og uppbygging á flugþjónustusvæðinu, eru kostir sem stjórn Brunavarna Suðurnesja sér fyrir sér við brotthvarf Varnarliðsins. Að sögn Sigurvins Guðfinnssonar, stjórnarformanns BS, sjá menn fyrir ýmsa spennandi kosti við sameiningu slökkviliðanna, ekki síst til að tryggja störf slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og nýta þá góðu aðstöðu og tæki sem slökkviliðið þar býr yfir.
Sigurvin segir að við fyrirhugaða staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar ofan við Iðavelli, hafi m.a. verið horft til þess möguleika að til sameiningar slökkviliða á svæðinu gæti komið. Þau gætu vel sameinast um þennan rekstur en Sigurvin tekur fram að þessi umræða sé enn á byrjunarstigi.
„Við sjáum fyrir okkur að við slíka sameiningu yrði til öflug slökkviliðs- og björgunarstöð sem vonandi gæti fengið til umráða æfingaaðstöðuna við gömlu sorpeyðingarstöðina, sem við höfum horft mikið til. Það mál hefur hefur alltaf verið í ákveðnu uppnámi vegna þess að Varnarliðið hefur ekki viljað gefa það eftir, en það kann að breytast núna. Auk þess er margvísleg starfsemi sem hangir utan á þessu ef til sameiningar slökkviliðanna kæmi undir einn hatt“, sagði Sigurvin í samtali við VF. Einn þeirra möguleika sem mann hafa horft til í þessu samhengi er að færa Brunamálaskólann til Suðurnesja og hefur það mál verið rætt við brunamálastjóra.
Sigurvin segir að við fyrirhugaða staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar ofan við Iðavelli, hafi m.a. verið horft til þess möguleika að til sameiningar slökkviliða á svæðinu gæti komið. Þau gætu vel sameinast um þennan rekstur en Sigurvin tekur fram að þessi umræða sé enn á byrjunarstigi.
„Við sjáum fyrir okkur að við slíka sameiningu yrði til öflug slökkviliðs- og björgunarstöð sem vonandi gæti fengið til umráða æfingaaðstöðuna við gömlu sorpeyðingarstöðina, sem við höfum horft mikið til. Það mál hefur hefur alltaf verið í ákveðnu uppnámi vegna þess að Varnarliðið hefur ekki viljað gefa það eftir, en það kann að breytast núna. Auk þess er margvísleg starfsemi sem hangir utan á þessu ef til sameiningar slökkviliðanna kæmi undir einn hatt“, sagði Sigurvin í samtali við VF. Einn þeirra möguleika sem mann hafa horft til í þessu samhengi er að færa Brunamálaskólann til Suðurnesja og hefur það mál verið rætt við brunamálastjóra.