Brýnt að takast á við vaxtarverki

Sigurður Ingi ráðherra lofar stofnun starfshóps til að meta áhrif á vaxtarsvæðum

Stofnaður verður samstarfshópur vegna vaxtarsvæða til að takast á við þá vaxtarverki sem óhjákvæmilega fylgja hraðri íbúafjölgun sagði Sigurður Ingi samgöngu- og sveitarstjórna á 42. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fer í Grunnskóla Grindavíkur um helgina.

Fram kom í máli Sigurðar Inga að ljóst væri að þjónusta og framlög til hennar næði ekki að sinna eftirspurn á þessum svæðum og það þyrfti að skoða.

Til að mæta þessu er áætlað að koma á samstarfshóps vegna vaxtarsvæða þar sem leiddir verða saman lykilaðilar til að móta stefnu og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma.

Að sögn Berglindar Kristinsdóttur framkvæmdastjóra SSS er afar ánægjulegt að tekið sé tillit til vaxtarsvæða.

Þetta innlegg um vaxtarsvæði var sett inn í Byggðaáætlun eftir að SSS sendi inn umsögn um frumvarpið þegar það var í ferli í samráðsgáttinni.
Vonandi verður þetta Suðurnesjamönnum sem og öðrum svæðum sem eru í sömu sporum til heilla.