Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brýnt að ráðast strax í byggingu Suðurnesjalínu 2
Fimmtudagur 12. febrúar 2015 kl. 09:44

Brýnt að ráðast strax í byggingu Suðurnesjalínu 2

Bæði Reykjanesvirkjun og virkjunin í Svartsengi voru í rekstri þegar Suðurnesjalína 1 leysti út eftir að járnplata fauk á línuna upp úr kl. 13 föstudaginn 6. febrúar sl. Mishermt hafði verið í tilkynningu frá Landsneti sl. föstudag að virkjanir á Reykjanesi hafi ekki verið í rekstri þegar Suðurnesjalína 1 bilaði og biðst Landsnet afsökunar á þessum mistökum í fréttaflutningi.

Mikil yfirtíðni myndaðist þá í flutningskerfinu á Reykjanesi, þar sem allt of mikið afl var skyndilega inni á kerfinu, þegar flutningur stöðvaðist skyndilega um Suðurnesjalínu 1. Gufuaflsvirkjanir þola illa miklar tíðnisveiflur og því leystu vélar í báðum virkjununum út – eins og vera ber - til að verja sig gegn tjóni. Vélarnar voru því ekki í rekstri þegar reynt var, án árangurs, að spennusetja Suðurnesjalínu 1 aftur stuttu eftir að hún leysti út og ekki var heldur hægt að gangsetja umræddar vélar í virkjununum á Reykjanesi aftur fyrr en búið var að gera við Suðurnesjalínu 1. Frágangi þeirra er þannig háttað að þær þurfa rafmagn frá raforkukerfinu til að ræsa.

Um leið og Landnet harmar þau óþægindi sem íbúar, fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum urðu fyrir vegna straumleysisins á föstudaginn vill félagið jafnframt árétta að til að tryggja raforkuöryggi á svæðinu er brýnt að ráðast strax í byggingu Suðurnesjalínu 2. Eins og staðan er nú er Suðurnesjalína 1 eina tenging Reykjaness við meginflutningskerfi raforku. Þar af leiðandi er afhendingaröryggi raforku á svæðinu nú algerlega háð ástandi línunnar, segir í tilkynningu á vef Landsnets.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024