Brýnt að auka öryggi barna sem leið eiga yfir Grindavíkurveg

Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að auka öryggi barna sem leið eiga yfir Grindavíkurveginn og hefur faliðbæjarstjóra að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.
 
Á fundi bæjarráðs voru lögð fram gögn frá 2015 um undirgöng undir Grindavíkurveg við gatnamót Grindavíkurvegar og Suðurhóps.