Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bryndís Jóna ráðin skólastjóri Heiðarskóla
Miðvikudagur 25. mars 2020 kl. 17:48

Bryndís Jóna ráðin skólastjóri Heiðarskóla

Bryndís Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Heiðarskóla í Keflavík.

Bryndís Jóna lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2006 frá Kennaraháskóla Íslands og stundar nú meistaranám við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun menntastofnana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún hefur starfað við Heiðarskóla frá árinu 2009 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans frá árinu 2013. Fyrst sem deildarstjóri í þrjú ár og síðan aðstoðarskólastjóri frá árinu 2016. Bryndís Jóna hefur sinnt starfi skólastjóra í tímabundinni ráðningu frá 1. apríl 2019.