Bryndís Gunnlaugsdóttir sækist eftir öðru sæti hjá Framsókn
Bryndís Gunnlaugsdóttir úr Grindavík, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Bryndís er 28 ára, fædd og uppalin í Grindavík. Hún hefur lokið meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Með náminu starfaði hún hjá Útlendingastofnun, var í starfsnámi hjá Héraðsdómi Reykjaness og lærlingur á lögfræðistofu Stanzler, Funderburk & Castellon LLP í Los Angeles. Hún starfar í dag sem lögfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers.
Bryndís hefur víðtæka reynslu af félagsmálum s.s. innan körfuboltahreyfingarinnar, ELSA og ókeypis lögfræðiþjónustu Lögréttu fyrir innflytjendur. Þá hefur hún sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins og er í dag formaður Sambands ungra framsóknarmanna.