Bryndís efst í Grindavík - Petrína féll í 7. sæti
Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og formaður SUF, varð í 1. sæti í prófkjöri Framsóknarfélags Grindavíkur í gær.
Átta buðu sig fram í 6 efstu sætin en Petrína Baldursdóttir, núverandi bæjarfulltrúi flokksins, sem gaf kost á sér í 1. sætið, endaði í 7. sæti. Flokkurinn á tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Grindavíkur en Gunnar Már Gunnarsson gaf ekki kost á sér í prófkjörinu nú.
605 manns kusu í prófkjörinu.
Úrslitin urðu þessi:
1.Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur, 343 atkvæði í 1. sæti
2.Páll J. Pálsson, útgerðarmaður, 414 atkv. í 1.-2. sæti
3.Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur, 244 atkv. í 1.-3. sæti
4.Hilmar Helgason, skipstjóri, 325 atkv. í 1.-4. sæti
5.Páll Gíslason, verktaki, 333 atkv. í 1.-5. sæti
6.Unnar Magnússon, vélsmiður, 371 atkv. í 1.-6. sæti
7.Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi og grunn- og leikskólakennari, 290 atkvæði
8.Eyþór Reynisson, rafvirki, 219 atkvæði.
55 atkvæði voru ógild eða 9,09%.