Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brýn þörf fyrir hjúkrunarrúmi
Miðvikudagur 18. febrúar 2009 kl. 09:19

Brýn þörf fyrir hjúkrunarrúmi



Samkvæmt samkomulagi eignaraðila DS frá 2005 var gert ráð fyrir að endurbygging Garðvangs myndi  ljúka árið 2007 ásamt fyrsta áfanga hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ, sem hefði 30 hjúkrunarrými. Þessar áætlanir hafa engan veginn staðist. Þörfin fyrir hjúkrunarrými er brýn og annar engan veginn eftirspurn á svæðinu.

Málið var til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi í Garði í vikunni þar sem þetta kom fram. Fyrir fundinum lá frammi tillaga F-lista þess efnis að sveitarfélagið gengi til samninga við SSS og eða DS með það að markmiði að koma verkefninu í framkvæmd.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að Garðvangur sé barn síns tíma og síns hlutverks en hann var tekinn í notkun árið 1977 sem elliheimili. Síðan hafi stofnunin breyst í hjúkrunarheimili og vistmenn orðið sífellt veikari einstaklingar eftir því sem meðalaldur þjóðarinnar hækki. Jafnframt hafi kröfur samfélagsins til lífsgæða aukist. Þörfin fyrir hjúkrunarrými sé afar brýn og anni engan veginn eftirspurn á svæðinu. 

„Að teknu tilliti til þessa uppfylla húsakynni stofnunarinnar í dag engan veginn nútíma kröfum sem sífellt miðast meira og meira við heilabilaða og hreyfihamlaða.  Því er nauðsynlegt að endurbæta núverandi húsakynni og bæta við nýjum. Nú, í þeim þrengingum sem dunið hafa yfir, er hver nytsöm framkvæmd mikils virði fyrir atvinnulífið og þá þjóðina í heild. Fyrir atvinnusvæðið eru störf við hjúkrunarheimili mjög mikilvæg og starfsemin mannfrek,“ segir ennfremur i greinargerðinni. Reikna má með að til fyrsta áfanga þyrfti um 550 milljónir króna samkvæmt sem sem þar kemur fram.

F-listinn leggur það til að Sveitarfélagið Garður gangi til samninga við SSS og eða DS með það að markmiði að hrinda endurbyggingu Garðvangs í framkvæmd nú þegar og setur fram ákveðnar forsendur sem lesa má um í fundargerð hér.

Samþykkt var að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024