Mánudagur 5. júní 2000 kl. 20:22
Bryggjur á kafi og seltuský fyrir bænum
Allar bryggjur í Keflavíkurhöfn eru nú á kafi og seltuský liggur yfir Reykjanesbæ.Veðrið á Suðurnesjum hefur verið mjög hvasst í allan dag og virðist ekkert vera að lægja. Sjóinn lemur á varnargörðum neðan við Hafnargötuna og frussast yfir húsin á bíla og rúður - öllum til ama.