Brutu rúðu á róluvelli
Rúða var brotin í húsnæði róluvallarins við Miðtún í Keflavík af völdum flugelds í gærkvöldi. Ekki er vitað hver þar er að verki, en þrír drengir sáust hlaupa á brott eftir sprenginguna.
Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt á Reykjanesbraut, sá sem hraðast ók var mældur á 117 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt á Reykjanesbraut, sá sem hraðast ók var mældur á 117 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.