Miðvikudagur 22. nóvember 2006 kl. 08:22
Brutu framrúðu með snjóbolta
Lögreglan í Keflavík féll þrjú útköll í gærkvöld vegna ungmenna sem gerðu sér að leik að henda snjóboltum í bifreiðar. Útköllin komu frá Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Í einu tilviki brotnaði framrúða í rútubifreið. Lögreglumenn höfðu afskipti af þeim sem eru grunaðir um framrúðubrotið.