Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brúnin að léttast á veðurguðunum
Séð yfir byggðina í Keflavík rétt í þessu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 14. september 2012 kl. 08:57

Brúnin að léttast á veðurguðunum

Hæg norðlæg átt og skýjað með köflum við Faxaflóa en gengur í suðaustan 5-10 upp úr hádegi og fer að rigna. Ívið hvassari suðvestanátt í kvöld en snýst í norðan 5-10 á morgun og dregur úr úrkomu. Hiti 5 til 10 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt en suðaustan 5-10 uppúr hádegi með rigningu, en SV-lægari undir kvöld og áfram væta. Hiti 5 til 10 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast NV-til, en V-lægari S-lands fram eftir degi. Rigning með köflum víða um land. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SA-til, en svalast N-lands.

Á sunnudag:
Norðan 8-13 m/s en norðvestan átt NA-til. Þurrt á SV-verðu landinu, annars lengst af rigning eða slydda. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðvestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast NA-til. Bjartviðri um landið sunnanvert, annars rigning eða slydda. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Ákveðin norðvestanátt NA-til á landinu með rigningu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og bjart með köflum. Hiti 0 til 10 stig, svalast í innsveitum NA-lands, en mildast syðst.

Á miðvikudag:
Norðvestan strekkingur með NA-ströndinni og dálitlir skúrir eða él, en hægari vestlæg eða breytileg átt annars staðar og úrkomulaust. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Lítur út fyrir vaxandi suðvestanátt með bjartviðri austanlands, en þykknar upp vestantil þegar líður á daginn. Heldur hlýnandi, einkum V-til.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024