Bruni í Vogum – Tjónið ekki undir 70 milljónum
Lauslega áætlað má telja að tjónið í brunanum í Vogum sé ekki undir 70 milljónum króna. Átta bílar, allir í háum verðflokki, brunnu þar til kaldra kola. Á meðal þeirra var Hummer, tveir BMW og Dodge Viper. Auk þess varð skemmtibátur eldinum að bráð. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða og er unnið að rannsókn málsins.
Íbúar í Vogum vöknuðu í morgun við sprengingarnar þegar eldsneytistankar bifreiðanna sprungu og hringdu í Neyðarlínuna. Stór hluti mannhalds slökkviliðs BS var boðað á staðinn og innan fárra mínútna voru á staðnum dælubíll og 15 tonna vatnsbíll, ásamt sjúkrabíl til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi. Slökkviliði tókst að forða því að eldur bærist í nálæga gáma og byggingar. Aðstæður til slökkvistarfa voru góðar, logn og svalt í veðri. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var allur yfirborðseldur slökktur á innan við klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá BS
VF-myndir: Hilmar Bragi - Frá vettvangi í morgun.
.
Íbúar í Vogum vöknuðu í morgun við sprengingarnar þegar eldsneytistankar bifreiðanna sprungu og hringdu í Neyðarlínuna. Stór hluti mannhalds slökkviliðs BS var boðað á staðinn og innan fárra mínútna voru á staðnum dælubíll og 15 tonna vatnsbíll, ásamt sjúkrabíl til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi. Slökkviliði tókst að forða því að eldur bærist í nálæga gáma og byggingar. Aðstæður til slökkvistarfa voru góðar, logn og svalt í veðri. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var allur yfirborðseldur slökktur á innan við klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá BS
VF-myndir: Hilmar Bragi - Frá vettvangi í morgun.
.