BRUNI Í SANDGERÐI
Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Holtsgötu í Sandgerði um miðjan dag á mánudag. Kveiknaði eldur í herbergi út frá kertaljósi. Börn voru í húsinu og hlupu þau til nágranna sem kallaði til slökkvilið. Slökkvilið Sandgerðis brást skjótt við og slökkti eldinn, en þó nokkrar skemmdir urðu bæði af reyk og sóti um alla íbúð.