Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brunavarnir Suðurnesja og Öryggismiðstöð Íslands í samstarf
Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 11:17

Brunavarnir Suðurnesja og Öryggismiðstöð Íslands í samstarf

Brunavarnir Suðurnesja og Öryggismiðstöð Íslands hafa gert með sér þjónustusamning og skipt með sér verkum. Öryggismiðstöð Íslands tekur yfir vöktun og tækniþjónustu vegna þeirra öryggiskerfa sem Brunavarnir Suðurnesja hafa séð um en Brunavarnir Suðurnesja taka að sér útkalls- og viðbragðþjónustu fyrir Öryggismiðstöð Íslands á Suðurnesjum.
Brunavarnir Suðurnesja (BS) rekið Vaktmiðstöð BS frá árinu 1990. Reksturinn hefur í raun verið farsæll og hafa öryggiskerfin margoft sannað gildi sitt. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja segir nýja samninginn auka enn öryggisþáttinn og skilar betri og skilvirkari þjónustu til viðskiptavina.

Markmið Brunavarna Suðurnesja og Öryggismiðstöðvar Íslands er að veita samfélaginu sem bestu öryggisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Til að ná því markmiði er mikilvægt að vera opinn fyrir breytingum og þróun í tæknibúnaði, greina og nýta sóknarfærin til að efla og styrkja starfsemina. 
Í aðalatriðum er innihald samningsins um verkþáttaskipti, þ.e. ÖÍ tekur yfir vöktun og tækniþjónustu öryggiskerfa. Brunavarnir Suðurnesja taka að sér útkalls-og viðbragðsþjónustuna þ.e. viðbragð við öllum boðum, vaktgæslu fyrirtækja og svæðisgæslu.

Myndin: Reynir S. Ólafsson framkvæmdastjóri öryggisgæslu hjá Öryggismiðstöð Íslands og Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, handsala þjónustusamninginn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024