Brunavarnir Suðurnesja æfðu í hæsta húsi Reykjanesbæjar
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í brunaæfingu í hæsta húsi Reykjanesbæjar um þessar mundir. Háhýsið er staðsett við Framnesveg en það er átta hæðir.Reykkafarar fóru inn og könnuðu vettvang, einnig voru slökkviliðsmenn teknir í gagngera kennslu á meðhöndlun vatnsslangna og hvernig á að draga þær langar leiðir. Körfubíll Slökkviliðsins var notaður upp á efstu hæð húsins þar sem slökkviliðsmenn drógu slöngur inn og mættu þar reykköfurum. Það er ekki langt þangað til önnur svona æfing mun þurfa að fara fram vegna byggingar stærri háhýsis við Vatnsnesveg sem verður níu hæðir að stærð. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni í kvöld.