Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brunavarnir Suðurnesja aðstoða við hreinsunarstörf
Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 14:49

Brunavarnir Suðurnesja aðstoða við hreinsunarstörf

Stjórnendur Brunavarna Suðurnesja buðu fram aðstoð sína við hreinsunarstörf eftir eldgosið í Eyjafjallajökli fyrir nokkru síðan og nú í vikunni þáðu björgunaraðilar fyrir austan boð þeirra.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja munu því næstu vikuna hjálpa til við hreinsunarstörf undir Eyjafjallajökli en þau eru nú komin á fullt skrið þar. Þrír starfsmenn fóru austur í morgun á tankbíl slökkviliðsins en hann ætti að nýtast vel til verksins. Á mánudaginn taka svo aðrir þrír starfsmenn við keflinu og starfa fram á þriðjudagskvöld. Þriðji hópurinn verðu svo mættur austur eldsnemma á miðvikudagsmorgun og verða þar fram á fimmtudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024