Brunaútkall í bát og sorpbrennslu
Brunaútkall í bát og sorpbrennslu
Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang við Njarðvíkurhöfn í kvöld þegar brunaboð bárust frá Erling KE, þar sem hann liggur bundinn við bryggju.
Tilkynning barst Neyðarlínunni rétt fyrir kl. 20 í kvöld um að brunaviðvörunarkerfi væri í gangi í skipinu og að reykjarlykt væri að finna.
Slökkviliðsmenn leituðu að sér allan grun en talið er að vír hafi brunnið með fyrrgreindum afleiðingum.
Þá barst slökkviliði Brunavarna Suðurnesja útkall á tíunda tímanum í kvöld þar sem tilkynnt var um eld í sorpeyðingarstöðinni í Helguvík. Að er annað útkallið þangað á þessum sólarhring.