Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brunabótamatið hækkar mest í Vogum
Þriðjudagur 24. janúar 2006 kl. 10:19

Brunabótamatið hækkar mest í Vogum

Brunabótamat á landinu öllu hækkaði um 5,5 prósent á milli ára. Í árslok
2005 var heildarbrunabótamat um 3.063 milljarðar króna en var 2.903
milljarðar ári áður samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Frá þessu er greint á heimasíðu Voga

Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð þá kemur í ljós að heildarbrunabót
hækkaði mest í Vogum á Vatnsleysuströnd eða um 15,9 prósent. Þar næst koma Kjósarhreppur með 11,3 prósenta hækkun, Skorradalshreppur með 11,1 prósent og Kópavogur þar sem brunabótamat fasteigna hækkaði um 10,1 prósent.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024