Brunaæfing í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja var rýmdur klukkan rúmlega 10 í morgun, en brunaæfing fór fram á vegum Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. Þegar brunabjallan hringdi í skólanum streymdu nemendur út á lóð skólans og komu sér þar fyrir. Slökkvibílar og sjúkrabílar streymdu að skólanum og fyrr en varði voru slökkviliðsmenn komnir inn í skólann. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra gekk æfingin mjög vel. Undanfarnar vikur hafa fjölmargar brunaæfingar verið haldnar í skólum Reykjanesbæjar.