Bruggaði í heimahúsi
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag karlmann á sextugsaldri, sem bruggaði áfengi í húsnæði í umdæminu. Bruggunin var í fullum gangi þegar lögreglumenn bar að garði. Upptækir voru gerðir 34 lítrar af gambra og áhöld til bruggunar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Gambranum var fargað, sem og áhöldunum.