Brugðist við auknu álagi á félagsþjónustu
Bæjaryfirvöld í Sandgerði, Garði og Vogum vinna nú að ráðstöfunum til að bregðast við auknu álagi á félagsþjónustuna. Nýverið var félagsþjónusta þessara þriggja sveitarfélaga sameinuð. Bæjarstjórar sveitarfélaganna og félagsmálastjórar áttu fund fyrir skemmstu þar sem gerðar voru tillögur vegna málsins.
Tillögurnar felast í því að auka stöðugildi félagsráðgjafa um 50% tímabundið í eitt ár til að byrja með, taka upp formlegt samstarf við Ráðgjafastofu heimilana, taka upp sérstakar húsaleigubætur og efla samstarf við önnur sveitarfélög og félagasamtök á Suðurnesjum félagssviðinu.