Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brúðkaup í Bláa Lóninu – heilsulind
Föstudagur 9. júlí 2004 kl. 14:20

Brúðkaup í Bláa Lóninu – heilsulind

Skemmtilegur atburður átti sér stað í Bláa Lóninu – heilsulind í morgun þegar hjónin Simon og Louise Holt létu gefa sig saman. Holt hjónin, sem koma frá Bretlandi, hafa ávallt verið hrifin af fallegri náttúru Íslands og var það draumur þeirra að gifta sig hér á landi. Það var einstök náttúran umhverfis Bláa Lónið – heilsulind sem fékk hjónin til þess að halda athöfnina í heilsulindinni en þau voru gefin saman af Ólafi Hreinssyni frá Sýslumannsembættinu í Keflavík.

Það sem setti skemmtilegan svip á athöfnina var að brúðhjónin voru klædd í stíl við lit Bláa Lónsins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftir athöfnina borðuðu brúðhjónin á veitingastað heilsulindar og síðan er ætlunin að fara í brúðkaupsferð hringinn í kringum Ísland.

Myndin: Holt hjónin setja upp hringana við hátíðlega athöfn í Bláa Lóninu - heilsulind í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024