Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brúðargjöfum stolið úr ferðatösku
Mánudagur 23. september 2019 kl. 04:18

Brúðargjöfum stolið úr ferðatösku

Talsverðum verðmætum var stolið úr ferðatösku sem varð viðskila við eiganda sinn í flugi frá Manchester til Keflavíkur nýverið. Fyrir mistök hafnaði taskan í flugi til Munchen, í stað Keflavíkur, og var þar í nokkra daga áður en eigandinn fékk hana í hendur aftur.

Greinilega hafði verið vandlega valið úr töskunni því teknar höfðu verið brúðargjafir, sparifatnaður og iPad meðal annarra muna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki er vitað hvar þjófnaðurinn átti sér stað.