Brú milli austurs og vesturs
Búið er að brúa bilið milli austur- og vesturhluta 3. hæðar flugstöðvarbyggingarinnar, beint fyrir ofan barinn í brottfararsalnum. Brúin tengir annars vegar saman skrifstofurými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) og hins vegar þann hluta hússins þar sem eru skrifstofur sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Flugmálastjórnar, auk mötuneytis starfsfólks. Áætlað er að brúarsmiðirnir ljúki verki sínu í síðari hluta marsmánaðar og þá verði brúin tekin í notkun við athöfn, að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, viðstöddum - að öllum líkindum. Það á vel við enda táknrænt í margvíslegum skilningi sögu og alþjóðlegra stjórnmála að brúa gjá milli austurs og vesturs.
Iðnaðarmenn munu næstu daga og vikur setja klæðningu utan á brúargrindina þannig að starfsfólk í húsinu gangi í framtíðinni í lokuðu rými yfir brottfararsalinn, enda verður gönguleiðin utan fríhafnarsvæðisins þrátt fyrir að hún liggi í raun og veru í gegnum það! Brúin mun breyta miklu fyrir starfsfólkið á 3. hæð, einkum þá sem vinna á skrifstofu FLE og þurfa nú að ganga langar leiðir, upp og niður stiga, til og frá mötuneyti sínu.
Myndin: Brúin komin yfir brottfararsalinn. Blómaskálinn sálugi var beint framundan á myndinni (þarna verður gengið inn í brottfararsalinn úr vopnaleitinni í framtíðinni). Barinn og Fríhöfnin til hægri á myndinni fyrir þá sem vilja þekkt kennileiti.
Iðnaðarmenn munu næstu daga og vikur setja klæðningu utan á brúargrindina þannig að starfsfólk í húsinu gangi í framtíðinni í lokuðu rými yfir brottfararsalinn, enda verður gönguleiðin utan fríhafnarsvæðisins þrátt fyrir að hún liggi í raun og veru í gegnum það! Brúin mun breyta miklu fyrir starfsfólkið á 3. hæð, einkum þá sem vinna á skrifstofu FLE og þurfa nú að ganga langar leiðir, upp og niður stiga, til og frá mötuneyti sínu.
Myndin: Brúin komin yfir brottfararsalinn. Blómaskálinn sálugi var beint framundan á myndinni (þarna verður gengið inn í brottfararsalinn úr vopnaleitinni í framtíðinni). Barinn og Fríhöfnin til hægri á myndinni fyrir þá sem vilja þekkt kennileiti.