Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brottför til Tenerife frestast enn
Sunnudagur 4. janúar 2009 kl. 17:24

Brottför til Tenerife frestast enn



Farþegar á leið til Tenerife hafa ekki enn komist í loftið frá Íslandi til að halda til móts við ævintýrin í suðri. Næstu upplýsingar um brottför verða gefnar kl. 18:00, samkvæmt brottfarartöflu Keflavíkurflugvallar. Vélin átti fyrst að fara í loftið kl. 07 í morgun.

Farþegarnir eru á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem er á barmi gjaldþrots eftir því sem Vísir.is greinir frá. Félagið hefur tilkynnt Samgönguráðuneytinu um erfiðleika sína en forstjórinn vill ekki meina að félagið sé gjaldþrota. Um hundrað störf eru í húfi. Heimildir Vísis herma að fjárfestir sé í viðræðum um kaup á félaginu. Heimildir Vísis herma að seinkunin á umræddu flugi til Tenerife tengist fjárhagserfiðleikum félagsins. „Eigum við ekki bara að segja að það hafi verið af tæknilegum orsökum," segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, aðspurður um ástæður seinkunarinnar.

Á meðan stendur leiguflugvél á flugvélastæði 3 við flugstöð Leifs Eiríkssonar og bíður þess sem verða vill.




Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024