Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brottför flugvéla frestað
Fimmtudagur 26. janúar 2012 kl. 00:01

Brottför flugvéla frestað

Sjö brottferðum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið hefur verið seinkað vegna ófærðar en fyrir stundu var lokað fyrir umferð á Reykjanesbraut. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru Frankfurt, Stokkhólmur, Amsterdam, París, Kaupmannahöfn, Ósló og Glasgow. Frá þessu er greint á mbl.is.

Ítarlegar upplýsingar um röskun á flugi má nálgast á vef Textavarpsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fljúga átti til Frankfurt klukkan 7:35 í fyrramálið en flugið er nú á ætlun klukkan níu. Eru brottfarir til Stokkhólms, Amsterdam, Parísar og Kaupmannahafnar áætlaðar á sama tíma.

Hins vegar er nú stefnt að því að taka á loft til Óslóar og Glasgow klukkan 9:30 í fyrramálið.

Vefurinn segir fjölda flugfarþega því veðurteppta í Keflavík. Þá er óvíst er hvort Flugrútan komist suður í fyrramálið.