Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brottfluttir fleiri en aðfluttir
Föstudagur 17. apríl 2009 kl. 08:44

Brottfluttir fleiri en aðfluttir


Flutningsjöfnuður var óhagstæður í öllum sveitarfélögum Suðurnesja nema einu fyrstu þrjá mánuði ársins, þ.e. brottfluttir voru fleiri en aðfluttir. Grindavík var eina sveitarfélagið með jákvæðan flutningsjöfnuð en þar voru 16 aðfluttir umfram brottflutta.

Alls fluttu 340 manns frá Reykjanesbæ fyrstu þrjá mánuði ársins. Til bæjarins fluttu hins vegar 317 manns og því voru brottfluttir 23 umfram aðflutta. Í Sandgerði var flutningsjöfnuðurinn neikvæður um 18 manns, 16 í Vogum og 18 í Garði. Af þessum 18 í Garði fluttu 16 til útlanda.
Alls er flutningsjöfnuðurinn á Suðurnesjum neikvæður um 60 manns fyrstu þrjá mánuði ársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024